Hoppa yfir valmynd
6. mars 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Með jafnrétti að leiðarljósi

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars verður efnt til fundar um jafnréttismál mánudaginn 9. mars á Grand Hótel Reykjavík. Að fundinum standa Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Kennarasamband Íslands, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa. Yfirskrift fundarins er „Með jafnrétti að leiðarljósi – uppbygging í allra þágu“.

Framsögumenn á fundinum verða Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, formaður nefndar um áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna, og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM. Fundarstjórn verður í höndum Þórveigar Þormóðsdóttur, formanns jafnréttisnefndar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja.

Fundurinn stendur kl. 11.45–13.00 og í upphafi verður framreiddur léttur hádegisverður. Verð 1.500 kr.

Skjal fyrir Acrobat ReaderDagskrá fundarins (PDF, 146KB)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum