Hoppa yfir valmynd
6. mars 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Grunnskólanemum gefið jafnréttisdagatal

Ráðherra með nemendum Langholtsskóla

Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hitti 12 ára nemendur í Langholtsskóla á föstudag og afhenti þeim eintak af Jafnréttisdagatali sem ráðuneytið útbjó ásamt Jafnréttisstofu, Kópavogsbæ og Fljótdalshéraði. Allar 12 ára bekkjardeildir á landinu fá dagatalið í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir jafnrétti og friði þann 8. mars næstkomandi.

Félags- og tryggingamálaráðherra, sem jafnframt er ráðherra jafnréttismála, vill með þessu minna á mikilvægi þess að jafnrétti og mannréttindi séu virt. Hún hvatti nemendurna í Langholtsskóla til að vera meðvitaða um mikilvægi þessara réttinda og minnti á að þau væru ekki sjálfgefin heldur afrakstur langrar baráttu sem enn ætti langt í land víða um heim. Hún sagði þeim frá því að 30 ár væru nú liðin frá því að samningur Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum var samþykktur.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum