Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin setur á fót stýrihóp um samræmingu viðbragða vegna fíkniefnamála

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að setja á fót stýrihóp um samræmingu viðbragða vegna fíkniefnamála. Stýrihópnum er ætlað að tryggja gott samstarf á milli ráðuneyta og stofnana í þessum málaflokki að því er varðar gagnkvæma upplýsingagjöf, forvarnir, meðferðarúrræði og fleira. 

Í hópnum verða fulltrúar frá forsætisráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og dómsmálaráðuneyti. Samspil heilbrigðiskerfis, félagslegs kerfis, menntakerfis og löggæslu- og tollgæslu í forvörnum og viðbrögðum almennt við fíknivanda er forsenda fyrir því að raunverulegur árangur náist. Jafnframt verður stofnað samtengt viðbragðskerfi þeirra stofnana sem að málinu koma þar sem stofnanir vinna sameiginlega að málum tengdum fíkniefnavanda.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

 Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna - Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira