Hoppa yfir valmynd
21. ágúst 2006 Utanríkisráðuneytið

Norræna eftirlitssveitin á Srí Lanka kölluð frá átakasvæðum

FRÉTTATILKYNNING
úr utanríkisráðuneytinu

Nr. 052

Yfirmaður Norrænu eftirlitssveitarinnar á Srí Lanka (SLMM), Ulf Henricsson, hefur ákveðið að kalla fulltrúa SLMM til höfuðstöðvanna í Colombo. Um er að ræða tímabundna ráðstöfun þar sem átök hafa harðnað á átakasvæðunum og fulltrúum SLMM verið hamlaður aðgangur að svæðum þar sem grunur leikur á brotum á vopnahléssamkomulaginu.

Í Colombo mun eiga sér stað endurskipulagning á starfsemi SLMM í ljósi þess að fulltrúar Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar – alls 39 eftirlitsmenn – munu hætta þátttöku í SLMM, og fyrirhugaðrar fjölgunar fulltrúa frá Íslandi og Noregi.

SLMM mun hefja eftirlitsstörf sín á nýjan leik að endurskipulagningu lokinni og þegar öryggi starfsmanna á átakasvæðunum telst tryggt.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum