Hoppa yfir valmynd
19. mars 2018 Dómsmálaráðuneytið

Kosning.is: Upplýsingar um sveitarstjórnar­kosningar 26. maí nk.

Dómsmálaráðuneytið hefur opnað vefsvæðið kosning.is á vef Stjórnarráðsins með upplýsingum um framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018.

Þar eru birtar fréttir og leiðbeiningar er varða undirbúning kosninganna, t.d. um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, auk þess sem þar eru upplýsingar fyrir þá sem hyggjast bjóða fram. Einnig má þar finna tengla á lög, svör við algengum spurningum, sýnishorn eyðublaða vegna söfnunar meðmælenda auk ýmissa leiðbeininga m.a. um hvernig fara skuli að ef kjósandi þarf aðstoð við að greiða atkvæði. Jafnframt er þar birtur listi yfir helstu dagsetningar í aðdraganda kosninganna, þ.e. um framboðsfrest, atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og fleira.

Á vefsvæðinu er einnig að finna myndbönd með upplýsingum á táknmáli. 

­

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum