Hoppa yfir valmynd
23. október 2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Jón Sigurðsson leiðir samstarfshóp gegn félagslegum undirboðum

Áhersla er lögð á að tryggja samstarf þeirra aðila sem eftirlit hafa á innlendum vinnumarkaði til að tryggja að ef upp koma alvarleg mál séu þau til lykta leidd og þeir sem brotlegir eru dregnir til ábyrgðar. Þannig megi draga úr líkum á því að atvinnurekendur komist upp með að brjóta gegn ákvæðum laga eða ganga gegn kjarasamningum, jafnvel ítrekað. Slík brot bitna illa á launafólki, auk þess sem þau geta grafið undan starfsemi annarra fyrirtækja sem fara að lögum og fara að leikreglum vinnumarkaðarins um kaup, kjör og aðbúnað og spillt þannig forsendum eðlilegrar samkeppni. Hlutverk samstarfshópsins er meðal annars að leggja til leiðir sem vænlegar þykja til árangurs í þessu skyni.

 

Samstarfshópnum er einnig ætlað að leggja til sameiginleg markmið eftirlitsaðila á vinnumarkaði og skilgreina mælikvarða til að meta árangur þeirra aðgerða sem lagðar verða til af hálfu hópsins.

Sem fyrr segir hefur félags- og jafnréttismálaráðherra skipað Jón Sigurðsson formann hópsins. Með hópnum mun einnig starfa Oddur Ástráðsson lögmaður, skipaður af ráðherra án tilnefningar.  Aðrir nefndarmenn eru skipaðir samkvæmt tilnefningum ráðuneyta, eftirlitsstofnana, lögreglu og skattayfirvalda, samtaka atvinnulífsins, sveitarfélaga og stéttarfélaga.

Samstarfshópnum er ætlað að skila ráðherra skýrslu með niðurstöðum sínum og tillögum í byrjun febrúar 2019.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum