Hoppa yfir valmynd
1. júní 2018 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Reglugerð um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit tekur gildi

Ný reglugerð um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit hefur tekið gildi. Með reglugerðinni er lokið innleiðingu Evróputilskipunar um losun frá iðnaði.

Markmið reglugerðarinnar er að koma í veg fyrir eða draga úr losun og að koma í veg fyrir myndun úrgangs í því skyni að vernda umhverfið. Reglugerðin byggir á heildstæðri nálgun þar sem taka skal tillit til umhverfisins í heild, þ.e. mengunar í lofti, vatni og jarðvegi. Þannig skal koma í veg fyrir og takmarka mengun frá tiltekinni starfsemi, svo sem með því að setja losunarmörk vegna mengandi efna. Reglugerðin tekur til hvers konar starfsemi og framkvæmda sem valdið getur mengun og sérstaklega er tilgreind starfsemi sem fellur undir tilskipunina svo sem stór málmiðnaður, álver, járnblendi, stórir urðunarstaðir, sláturhús og þauleldi alifugla og svína.

Í reglugerðinni er m.a. fjallað um útgáfu starfsleyfa fyrir tiltekinn atvinnurekstur, skráningaskyldu, starfsleyfisskilyrði, bestu aðgengilegu tækni, viðmiðunarmörk fyrir losun og eftirlit.

Reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum