Hoppa yfir valmynd
6. maí 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Fjórar sendingar af ófrosnu kjöti frá áramótum

Frá áramótum hafa fjórar sendingar af ófrosnu kjöti verið fluttar inn til landsins. Sýni sem voru tekin úr þessum sendingum reyndust öll neikvæð fyrir salmonellu og öll tilskilin vottorð og skjöl fylgdu sendingunum.

Þetta kemur fram í samantekt Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna aukins eftirlits við innflutning á ákveðnum landbúnaðarafurðum í kjölfar afnáms leyfisveitingakerfis sem tók gildi um síðustu áramót. Skýrslan er unnin í tengslum við átaksverkefni um aukið eftirlit sem hófst samhliða afnámi leyfisveitingakerfisins.

Á árinu 2020 hafa 21 fyrirtæki flutt inn kjötvörur sem falla undir viðbótartryggingar en í því felst að tekin hafa verið sýni úr sérhverri sendingu á kjúklingakjöti, kalkúnakjöti, eggjum, svínakjöti og nautakjöti og þau rannsökuð með tilliti til salmonellu. Alls hafa 130 sendingar verið skoðaðar sérstaklega á tímabilinu 1.janúar- 2. apríl sl. Sendingarnar skiptust þannig að 43% þeirra var alifuglakjöt, 25% nautakjöt og 23% svínakjöt. Eina kjötið sem flutt hefur verið til landsins ófrosið er nautakjöt og aðeins einn innflutningsaðili hefur staðið að þeim innflutningi. Fjórar sendingar komu af ófrystu nautakjöti.

Eftirlitsaðilar yfirfara einnig öll skjöl og voru flest þeirra til staðar og reyndust rétt fyllt út. Nokkur tilfelli komu upp þar sem viðskiptaskjölum var ábótavant en brugðist var við þeim ábendingum.

Leiðbeiningar hafa verið unnar fyrir eftirlitsaðila þar sem farið er yfir þær reglur sem gilda og hvernig framkvæmd eftirlits skuli háttað. Fyrirhugað er að halda kynningu fyrir alla eftirlitsaðila í landinu í maí 2020 þar sem farið verður yfir verkefnið, niðurstöður þess, leiðbeiningar og gátlista.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi
14. Líf í vatni
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum