Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Lilja heimsótti vinnustofu Erró í París​

Erró ásamt Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra - mynd

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, heimsótti Erró á vinnustofu listamannsins í París. Heimsóknin var hluti af ferð ráðherra til Frakklands þar sem hún fundaði með fulltrúum alþjóðastofnana á sviði menningar, viðskipta og ferðaþjónustu.

Erró tók á móti ráðherra á vinnustofu sinni, sýndi ný og eldri verk og sagði frá nýjustu sýningum listamannsins í Sviss, Danmörku og væntanlegri sýningu í Frakklandi. Þá ræddu þau um hugmyndir að Errósetri á Kirkjubæjarklaustri, heimabæ Erró.

"Erró er einn merkasti listamaður Íslands og hefur á ferli sínum gert um 16 þúsund myndir og er enn að. Hann mætir á vinnustofu sína alla daga hér í París og sinnir listsköpun en hér hefur hann búið og starfað síðan árið 1958 ásamt því að sýna um allan heim," segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum