Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2014 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Samráð um breytingu á tilskipun um upplýsingatækni í umferðinni

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að leita samráðs um upplýsingaþjónustu fyrir umferð á vegum sem fjallað er um í tilskipun 2010/40. Fjallar hún meðal annars um stöðuga upplýsingagjöf um umferðartafir og leiðaval vegna viðgerða eða annarra hindrana, upplýsingar um veður og færð en einnig um hámarkshraða og fleira sem skiptir vegfarendur máli.

Markmiðið með samráðinu er að fá fram sjónarmið um vandamál við upplýsingaþjónustu sem ökumönnum er veitt auk þess að kalla eftir lausnum á vandamálum sem upp hafa komið.

Þeir sem hafa ábendingar geta komið þeim á framfæri hér til 14. mars 2014. Þar er einnig að finna upplýsingar um hvernig skal standa að því að koma upplýsingum og athugasemdum á framfæri.

Mál sem þessi eiga undir EES-samninginn og verði af því að ný löggjöf verði sett er þetta kjörið tækifæri fyrir EFTA-ríkin til að koma að athugasemdum sínum og sjónarmiðum á frumstigi.

Markmiðið með samráðinu er að auðvelda framkvæmdastjórninni að meta hve vel setning tilskipunarinnar hefur náð markmiðum sínum og til hvaða aðgerða ætti að grípa til að ná betri árangri, þ.m.t. að endurskoða tilskipunina þannig að hún eigi betur við núverandi aðstæður og gera hana eins skýra og hægt er.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira