Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2012 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Framlengdur umsagnarfrestur um drög að frumvarpi um almenningssamgöngur

Umsagnarfrestur um drög að frumvarpi til laga um almenningssamgöngur á landi hefur verið framlengdur. Unnt er að senda inn umsagnir til mánudagsins 26. nóvember næstkomandi og skuli þær berast á netfangið [email protected].

Frumvarpsdrögin hafa verið unnin á vegum vinnuhóps í innanríkisráðuneytinu með aðkomu Vegagerðarinnar, Umferðarstofu, fulltrúa allra helstu hagsmunaaðila, Sambands Íslenskra sveitarfélaga, ásamt Alþýðusambandi Íslands og Öryrkjabandalagi Íslands. Leitað hefur verið eftir sjónarmiðum þessara aðila og reynt að taka tillit til tillagna og hugmynda sem hafa komið fram.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira