Hoppa yfir valmynd
22. október 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Alþjóðleg stærðfræðikeppni á Íslandi 2020

Íslenskir framhaldsskólanemar hafa tekið þátt í Ólympíuleikum framhaldsskólanema í stærðfræði og í Eystrasaltskeppni í stærðfræði til margra ára við góðan orðstýr. Tilkynnt hefur verið að Eystrasaltskeppnin í stærðfræði verði haldin á Íslandi 12.-16. nóvember árið 2020. Þátttakendur munu koma frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Rússlandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi, Þýskalandi, Noregi, Írlandi og Íslandi og verða fimm í hverju liði. Mennta- og menningarmálaráðuneyti styrkir framkvæmd keppninnar.

„Það er unnið frábært starf á vettvangi framhaldsskólanna og stærðfræðikeppnir sem þessar hafa reynst góð lyftistöng fyrir nemendur og kennara. Þátttaka í þeim eykur sjálfstraust nemenda, þjálfar vinnubrögð og opnar nemendum sýn á fjölbreytni stærðfræðinnar. Það eru sóknarfæri í að efla stærðfræðikennslu og bæta árangur íslenskra nemenda á því sviði en að því vinnum við nú m.a. með nýju fagráði um fyrirkomulag stærðfræðikennslu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Íslenskir þátttakendur í keppnirnar eru valdir með forkeppnum en allt að 500 nemendur taka að jafnaði þátt í þeim og er mikil samvinna á milli kennara í framhaldsskóla og háskóla um framkvæmd og undirbúning þeirra.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum