Hoppa yfir valmynd
28. september 2007 Félagsmálaráðuneytið

Styrkir úr Þróunarsjóði innflytjendamála 2007

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði málefna innflytjenda með það að markmiði að auðvelda innflytjendum aðlögun að íslensku samfélagi og gera samfélaginu betur kleift að koma til móts við þá. Lögð er áhersla á að verkefni séu í samræmi við og í anda stefnu ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda.

Styrkir munu almennt veittir félögum, samtökum og opinberum aðilum. Einstaklingum verða að jafnaði einungis veittir styrkir til rannsókna. Til ráðstöfnunar eru 10 milljónir króna. Styrkir geta numið allt að helmingi heildarkostnaðar við verkefni.

Umsóknarfrestur er til 22. október 2007. Sótt skal um styrk á sérstök umsóknareyðublöð sem eru á heimasíðu félagsmálaráðuneytis Þar er einnig að finna stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda og reglur Þróunarsjóðs innflytjendamála með nánari upplýsingum um skilyrði styrkveitinga. Trúnaðar er gætt við meðferð umsókna.

Nánari upplýsingar fást í félagsmálaráðuneyti í síma 545 8100 og með tölvupósti á netfangið [email protected]Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira