Hoppa yfir valmynd
26. júní 2017 Utanríkisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

Kafbátaeftirlitsæfing hafin hér við land

Mynd: Landsbjörg. - mynd

Kafbátaeftirlitsæfing á vegum Atlantshafsbandalagsins hér við land, hófst formlega í dag.  Níu ríki Atlantshafsbandalagsins auk Íslands, taka þátt í æfingunni sem kallast Dynamic Mongoose 2017; Bandaríkin, Noregur, Frakkland, Þýskaland, Bretland, Danmörk, Kanada, Pólland og Holland. Þau leggja til fimm kafbáta, níu freigátur og eitt rannsóknarskip, auk 6-8 kafbátaleitarflugvéla og þyrla. Rúmlega tvö þúsund manns mun taka þátt í æfingunni.

Árin 2012-2016 hafa árlegar æfingar af þessu tagi verið haldnar undan ströndum Noregs, en í ár er æfingin haldin suður af Íslandi. Íslendingar leggja til aðstöðu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og Landhelgisgæsla Íslands tekur þátt í æfingunni, m.a. með stjórnstöð á öryggissvæðinu auk þes sem varðskipið Týr, flugvél gæslunnar og þyrlur munu taka þátt í þeim hluta æfingarinnar sem tengjast hefðbundnum verkefnum stofnunarinnar.

Í tengslum við veru herskipa Atlantshafsbandalagsins hér á landi var efnt til sérstakrar minningarathafnar sl. föstudag í tilefni af því að um þessar mundir eru 75 ár liðin frá því að skipalest bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni. PQ17, sigldi til Kólaskaga í Rússlandi þegar stríðið á austurvígstöðvunum stóð sem hæst. Herskip sigldu í fylkingu inn Hvalförð og minntust þeirra sem létust í árásum á skipalestirnar, og þeirra sem lögðu líf sitt í hættu við að koma björgum til Rússlands í stríðinu. Varðskipið Týr fór fyrir skipalestinni. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira