Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Nýr þjóðleikhússtjóri skipaður

Magnús Geir Þórðarson - mynd
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson í embætti þjóðleikhússtjóra. Skipanin gildir í fimm ár, frá og með 1. janúar 2020.

Magnús Geir stundaði leikstjórnarnám við Bristol Old Vic Theater School (1994) og lauk M.A. gráðu í leikhúsfræðum frá University of Wales (2003). Magnús Geir hefur jafnframt lokið MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík (2005). Hann hefur langa og víðtæka stjórnunarreynslu og áratuga reynslu af leikhússtörfum. Áður en hann tók við starfi útvarpsstjóra RÚV fyrir tæpum sex árum var hann leikhússtjóri Borgarleikhússins og þar áður var hann leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Jafnframt hefur Magnús Geir mikla leikstjórnarreynslu.

Sjö umsóknir bárust um embætti þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð veitti umsögn, í samræmi við ákvæði leiklistarlaga, og skipaði ráðherra í kjölfarið hæfnisnefnd til að meta hæfi umsækjenda nánar. Nefndin framkvæmdi mat á umsækjendum á grundvelli umsóknargagna og viðtala og skilaði niðurstöðu til ráðherra þar sem fjórir umsækjendur voru metnir hæfastir. Ráðherra boðaði þá í viðtal í kjölfarið þar sem áhersla var lögð á stjórnunar- og leiðtogahæfileika til viðbótar og stuðnings við það mat sem þegar hafði farið fram.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum