Hoppa yfir valmynd
28. júní 2019 Matvælaráðuneytið

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsækir Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum

Á myndinni eru Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á Keldum, Sigurður Ingvarsson, forstöðumaður að Keldum. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Linda Fanney Valgeirsdóttir sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu - mynd

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti sér í vikunni starfsemi Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Starfsemin á Keldum er fjölbreytt og þar fer fram mikilvæg vinna á sviði dýrasjúkdóma og vörnum gegn þeim auk framleiðslu á bóluefni fyrir sauðfjársjúkdóma.

Á Keldum er rekin fullkomin öryggisrannsóknarstofa sem ráðherra skoðaði ásamt Vilhjálmi Svanssyni, dýralækni á Keldum og Sigurði Ingvarssyni, forstöðumanni. Mikið samstarf er við íslenska og erlenda vísindamenn á Keldum.

Keldur annast einnig þjónustu og rannsóknir í þágu heilbrigðiseftirlits, sjúkdómsgreininga og sjúkdómsvarna dýra og eiga í nánu samstarfi við Matvælastofnun og yfirdýralækni.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 3 Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum