Hoppa yfir valmynd
1. ágúst 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

2. fundur verkefnisstjórnar 50+ um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði

Eru vinnumiðlarar hlutlausir í ráðningarferlinu?

Líður þér vel á vinnustað sem er einsleitur í aldurssamsetningu?

Skiptir aldur máli þegar rætt er um vinnufyrirkomulag og líðan starfsmanna?

Eru aðilar vinnumarkaðarins að styrkja stöðu miðaldra fólks á vinnumarkaði?

Atvinnurekendur, stjórnendur, vinnumiðlarar, rannsakendur og áhugafólk um íslenskan vinnumarkað athugið!

Verkefnisstjórn 50+ efnir til fundaraðar um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Annar fundur af þremur verður haldinn á Grand hótel, Hvammi þann 9. nóvember næstkomandi klukkan 8.30–10.00.

 

Dagskrá:

  1. Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðumaður þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á höfuðborgarsvæðinu, fjallar meðal annars um hluttverk vinnumiðlana og þátt þeirra í að hafa áhrif á viðhorf atvinnurekenda til þessa aldurshóps. 
  2. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir stjórnarformaður Rannsóknarstofu í vinnuvernd, fjallar um einstaklinginn á vinnustað, vellíðan og vinnuviðhorf með hliðsjón af aldri starfsmanna.
  3. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, fjalla meðal annars um þátt félagasamtaka, stéttarfélaga og félög atvinnurekenda. Hvað geta þessir aðilar gert til að styrkja stöðu hópsins á vinnumarkaði?
  4. Umræður.

Fundarstjóri er Elín R. Líndal.

 

Nánari upplýsingar um starf verkefnisstjórnarinnar og fundaröðina er að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar www.vinnumalastofnun.is

Morgunverður verður framreiddur frá klukkan 8.00. Verð 1.400 kr.

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á netfangið: [email protected]

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum