Hoppa yfir valmynd
22. desember 2010 Innviðaráðuneytið

Almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla á árinu 2011

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 17. desember síðastliðinn um áætlaða úthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu 2011.

Ráðgjafarnefndin leggur til að áætlun um heildarúthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu 2011, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 351/2002, nemi allt að 4.625 milljónum króna. Þar af eru 60 milljónir vegna uppgjörs framlaga ársins 2009 þar sem endanlegur álagningarstofn útsvars þess árs liggur nú fyrir.

Að tillögu starfshóps um heildarendurskoðun á gildandi laga- og reglugerðarákvæðum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hefur verið gerð sú breyting á útreikningi framlaganna að ekki er lengur tekið mið af meðallaunum kennara, sbr. reglugerð nr. 962/2010 um breytingu á reglugerð um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla nr. 351/2002.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum