Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2023 Matvælaráðuneytið

Fiskeldissjóður auglýsir eftir umsóknum

Fiskeldissjóði er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða, þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Til úthlutunar á árinu 2023 eru kr. 247.700.000,-.

Við úthlutun styrkja úr sjóðnum er sérstaklega horft til verkefna sem snúa að:

  • Styrkari samfélagsgerð (menntun, menning, íbúaþróun)
  • Uppbyggingu innviða (atvinnulíf, þjónusta)
  • Loftslagsmarkmiðum og umhverfisvernd (fráveita, orkuskipti, vatnsveita)
  • Tengingu við sjókvíaeldi (hafnir, aðstaða í landi)
  • Nýsköpun hverskyns, tengd ofangreindum þáttum.

Framkvæmdir við vatnsveitur, fráveitu, byggingaframkvæmdir og samgöngubætur eru á meðal þeirra innviðaverkefna sem sjóðurinn hefur styrkt í úthlutunum sínum.
Sveitarfélög þar sem sjókvíaeldi er stundað eru hvött til að sækja um styrk til sjóðsins og kynna sér vel starfs- og úthlutunarreglur sem eru aðgengilegar hér að neðan.

Til að umsókn teljist fullnægjandi skal henni fylgja:

  • Lýsing á markmiðum verkefnisins
  • Ítarleg og sundurliðuð framkvæmdar- og kostnaðaráætlun um þá verkþætti eða verkefni sem sótt er um styrk til

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, mánudaginn 20. febrúar 2023. Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins á slóðinni https://minarsidur.stjr.is.

Nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutun:

Reglugerð um Fiskeldissjóð 
Starfsreglur sjóðsins  
Úthlutunarreglur sjóðsins
Matsþættir og mælikvarðar sem stjórn sjóðsins hefur til hliðsjónar við meðferð umsókna

Frekari upplýsingar veitir starfsmaður sjóðsins Hjalti Jón Guðmundsson, netfang: [email protected] eða í síma í 545-9700.




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum