Hoppa yfir valmynd
5. ágúst 2019

Nýr sendiherra tekur til starfa

Nýr sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, Helga Hauksdóttir, tók til starfa í sendiráðinu um mánaðarmótin. Helga starfaði áður sem skrifstofustjóri á laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, en hún er fyrsta konan sem gegnir stöðu sendiherra Íslands í Danmörku. Helga mun með haustinu afhenda Margréti Þórhildi Danadrottningu trúnaðarbréf sitt. Við bjóðum Helgu velkomna til starfa og hlökkum mikið til samstarfsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum