Hoppa yfir valmynd
5. júní 2003 Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurðir 5. júní 2003

 

Þann 5. júní 2003, var fundur haldinn í Mannanafnanefnd. Fundinn sátu Andri Árnason, formaður, Guðrún Kvaran og Margrét Jónsdóttir.


 

Eftirtalin mál voru tekin til afgreiðslu:


 


 

Mál nr. 30/2003


 

Eiginnafn: Silvana (kvk.)


 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:


 

Eiginnafnið Silvana tekur eignarfallsendingu (Silvönu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.


 

Úrskurðarorð:


 

Beiðni um eiginnafnið Silvana er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.


 


 

Mál nr. 31/2003


 

Eiginnafn: Manúel (kk.)


 


 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:


 

Eiginnafnið Manúel tekur eignarfallsendingu (Manúels) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.


 

Úrskurðarorð:


 

Beiðni um eiginnafnið Manúel er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.


 


 


 


 

Mál nr. 32/2003


 

Eiginnafn: Brit (kvk.)


 


 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:


 

Eiginnafnið Brit tekur eignarfallsendingu (Britar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.


 


 

Úrskurðarorð:


 

Beiðni um eiginnafnið Brit er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.


 


 

Mál nr. 33/2003


 

Eiginnafn: Emelína (kvk.)


 


 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:


 

Eiginnafnið Emelína tekur eignarfallsendingu (Emelínu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.


 

Úrskurðarorð:


 

Beiðni um eiginnafnið Emelína er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.


 


 

Mál nr. 34/2003


 

Breyting á rithætti: Íris verður Iris (kvk.)


 


 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:


 

Nafnið Iris telst hvorki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hefur það unnið sér hefð í íslensku, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Beiðni um breytingu á rithætti úr Íris í Iris er því hafnað.


 

Úrskurðarorð:


 

Beiðni um breytingu á rithætti úr Íris í Iris er hafnað.


 


 

Mál nr. 35/2003


 

Eiginnafn: Elíza (kvk.)


 


 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:


 

Mannanafnanefnd fjallaði um málið á fundi sínum 24. nóv. 2000 (mál nr. 115/2000) og var beiðni um nafnið Elízu (ritmynd) hafnað. Nafnið Elíza telst hvorki ritað í samræmi við almennar ritreglur í íslensks máls né telst nafnið hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Að mati mannanafnanefndar hafa ekki komið fram ný sjónarmið sem leiða til þess, að fyrri afstöðu sé raskað.


 

Í erindi bréfritara er vísað til nafna, sem rituð eru með Z. Svo sem fram kemur í erindinu, hafa nokkur nöfn á mannanafnaskrá unnið sér hefð í íslensku máli, vegna fjölda nafnbera. Í auglýsingu um stafsetningu nr. 132/1974 var lýst heimilt að rita tiltekin erlend sérnöfn með Z, t.d. Zophanías, Zakarías, Ziemsen. Nafnið Zakaría telst vera náskylt nafninu Zakarías og telst í reynd ritmynd þess nafns. Nafnið Zakaría telst einnig hafa unnið sér menningarhefð sem biblíunafn, en nafn spámannsins var ritað með þeim hætti í tilteknum íslenskum útgáfum Biblíunnar.


 

Úrskurðarorð:


 

Beiðni um eiginnafnið Elíza er hafnað.


 


 


 

Fleira ekki gert.


 

Fundi slitið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum