Hoppa yfir valmynd
9. október 2019

Málþing um Brexit og tækifæri á frönskum markaði

Kristján Andri Stefánsson, sendiherra, og Marie Lebec, þingmaður - mynd

Fransk-íslenska viðskiptaráðið, í samstarfi við sendiráð Íslands í París, efndi til málþings í sendiherrabústaðnum sl. mánudag um þær áskoranir sem Frakkland stendur frammi fyrir í málefnum er varða Brexit.  Aðalgestur málþingsins, Marie Lebec, þingmaður LREM, lýsti í umfjöllun sinni þeim tækifærum sem gætu opnast fyrir íslensk fyrirtæki á frönskum markaði.

Meðal þátttakenda á málþinginu voru félagar í stjórn Samtaka iðnaðarins sem á síðustu dögum hafa kynnt sér franska markaðinn. Í lok málþingsins bauð sendiherra Íslands gestum upp á léttar veitingar.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum