Hoppa yfir valmynd
7. júní 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Líflegar og gagnlegar umræður á fundi um Tónlistarmiðstöð

Opið samtal, samráð við hagaðila og lausnamiðuð nálgun eru leiðarljós vinnu við nýja Tónlistarmiðstöð. Tónverkamiðstöð, Tónskáldafélag Íslands og Félag tónskálda og textahöfunda boðuðu því til kynningarfundar um vinnu við Tónlistarmiðstöð fyrir félagsmenn sína. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, ávarpaði fundinn og ræddi við félagsmenn um vinnuna. Líflegar og gagnlegar umræður sköpuðust á fundinum sem var vel sóttur.

„Það er mikilvægt að halda fundi sem þessa, geta sagt frá því hversu vel vinnan gengur og halda vel á spöðunum varðandi allt samráð. Ég tala um að nú sé tími tækifæra og tækifærin eru í tónlistinni. Það var gott að fá að ávarpa fundinn og taka þátt í samtalinu um framtíð Tónlistarmiðstöðvar. Tónlistarmiðstöð verður einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs og iðnaðar og það er tímabært að skapa henni hagkvæmt umhverfi á borð við aðrar atvinnugreinar,“ segir ráðherra.

Auk ráðherra ávörpuðu formenn félaganna, það er Gunnar Andreas Kristinsson, formaður stjórnar Tónverkamiðstöðvar Íslands, Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður Tónskáldafélags Íslands og Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda fundinn. Bryndís Jónatansdóttir, verkefnastjóri um stofnun Tónlistarmiðstöðvar fór yfir vinnuna við undirbúning og framtíðarsýn miðstöðvarinnar.

Undirbúningur að stofnun byggir á skýrslu starfshóps frá 2021 sem finna má í viðhengi auk kynningar sem dregur fram helstu tillögur og niðurstöður starfshópsins.

Stefnt er að opnun Tónlistarmiðstöðvar snemma á næsta ári.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum