Hoppa yfir valmynd
27. mars 2018 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Málþing um Árósasamninginn – hver er reynslan?

Merki Árósasamningsins - mynd

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið stendur fyrir málþingi í næstu viku um Árósasamninginn og reynsluna af honum þau sjö ár sem samningurinn hefur verið í gildi hér á landi.

Árósasamningurinn var fullgiltur á Íslandi 2011 en samningurinn leggur skyldur á aðildarríkin að tryggja almenningi aðgengi að upplýsingum um umhverfismál, að geta haft áhrif á ákvarðanatöku sem snertir umhverfið og geta borið ákvarðanir er snerta umhverfið undir óháða úrskurðaraðila.

Aðalgestur málþingsins er Jonas Ebbesson, formaður eftirlitsnefndar Árósasamningsins og prófessor við lagadeild Stokkhólmsháskóla. Mun hann m.a. fjalla um starf eftirlitsnefndarinnar og mál sem hafa komið á borð hennar.

Þá verða á málþinginu erindi þar sem fjallað verður um þátttökuréttindi almennings, samráð frá sjónarhorni framkvæmdaaðila, reynsluna af þeirri kæruleið sem innleidd var með fullgildingu samningsins hér á landi og sjónarmið félagasamtaka auk þess sem horft verður fram á við og þeirri spurningu velt upp hvort innleiðingu Árósasamningsins sé einhvern tímann lokið.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, munu einnig ávarpa málþingið.

Málþingið fer fram fimmtudaginn 5. apríl næstkomandi kl. 13:00 - 15:30 í Þjóðminjasafninu. Það er öllum opið og er aðgangur ókeypis.

Dagskrá málþingsins


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira