Hoppa yfir valmynd
8. mars 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Um 75 milljónir króna í styrki til félagasamtaka sem vinna að heilbrigðismálum

Um 75 milljónir króna í styrki til félagasamtaka sem vinna að heilbrigðismálum - myndStjórnarráðið

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur úthlutað rúmum 75 milljónum króna í styrki til frjálsra félagasamtaka sem vinna að heilbrigðismálum. Styrkir sem þessir eru veittir ár hvert af safnliðum fjárlaga til verkefna í þágu einstaklinga eða hópa, s.s. á sviði fræðslu og forvarna, ráðgjafar og stuðnings. Hæstu styrkina, 5,0 milljónir króna, hlutu Gigtarfélag Íslands, Bergið headspace, ADHD samtökin, Alzheimersamtökin, Rótin, Hjartaheill og SÍBS.

Ráðherra úthlutar styrkjunum að fenginni tillögu starfshóps sem metur styrkhæfi umsókna og gerir tillögu um úthlutun þeirra. Auglýst var eftir umsóknum í október sl. Alls bárust 42 umsóknir en 29 hlutu styrk. Styrkfjárhæðir voru á bilinu 500 þúsund til 5 milljónir króna.

Í fylgiskjali er yfirlit yfir þau félagasamtök sem hlutu styrki að þessu sinni. Sem dæmi um verkefni sem styrkirnir renna til má nefna námskeið fyrir fólk sem er nýgreint með Parkinsonsjúkdóminn, átak í málefnum fólks með endómetríósu og vitundarvakningu um stöðu þeirra, fræðslu og ráðgjöf Alzheimersamtakanna, fræðslu um flogaveiki til sjúklinga, aðstandenda, fagfólks og almennings, styrkur til Einstakra barna vegna sérhæfðrar aðstoðar fyrir fjölskyldur, styrkur til Bergsins headspace vegna ráðgjafar og stuðnings við ungt fólks o.m.fl.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum