Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2004 Innviðaráðuneytið

Áhrif Hvalfjarðarganga

Út er komin skýrsla um áhrif Hvalfjarðarganga á búsetuskilyrði og búsetuþróun á Vesturlandi.

Umferðarkönnun Vg
Hvalfjarðargöng Umferdakonnun_Vg_01

Rannsóknin fjallar um áhrif Hvalfjarðarganga á búsetuskilyrði, búsetuþróun og stöðu atvinnulífsins á Vesturlandi en sem kunnugt er þá styttu þau þjóðveginn á milli höfuðborgarsvæðisins og Akraness um 60 kílómetra en 42 kílómetra á aðra staði.

Sérstaða rannsóknarinnar er að hún er þverfagleg félags- og hagfræðirannsókn auk þess sem hún fjallar um áhrif samgöngubóta á nærumhverfi sitt og er í henni að finna all nokkurt nýnæmi.

Meginniðurstöður skýrslunnar byggja á könnun sem Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri vann að tilhlutan samgönguráðuneytisins, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Spalar, Vegagerðarinnar, Viðskiptaháskólans á Bifröst og Byggðastofnunar.

Rannsóknin var gerð á meðal íbúa á Vesturlandi sumarið 2003 þar sem könnuð voru viðhorf þeirra til ýmissa málefna er tengjast Hvalfjarðargöngum.

Skýrslan byggir einnig á umferðarkönnun Vegagerðarinnar og tölfræðilegum gögnum sem tiltæk eru um Vesturland og samanburðarsvæðin sem nýtt voru bæði í kostnaðar- og nytjagreiningu. Kannaðar voru breytingar m.a. á mannfjölda, flutningum, aldursskiptingu, atvinnutekjum, atvinnuleysi og eignamarkaði. Skoðaðir voru þættir eins og lækkun ferðakostnaðar, fækkun slysa, áhrif á vinnumarkaði, vöru- og þjónustumarkaði, eignamarkaði, þjónustu hins opinbera, umhverfis og afkomu atvinnugreina.

Í skýrslunni eru áhrif Hvalfjarðarganganna dregin saman og meðal annars kemur þar fram að Hvalfjarðargöngin hafi komið Vesturlandi í sömu stöðu og Suðurland var fyrir opnun ganganna. Jafnvel þó áhrif ganganna á Vesturland hafi verið mikil þá eru sterkar vísbendingar fyrir því að áhrif þeirra á höfuðborgarsvæðið geit verið meiri.

Niðurstöður og forsendur rannsóknanna er að finna í skýrslunum hér fyrir neðan.

Samgöngubætur og búsetaSpurningakönnun RHAUmferðarkönnun Vegagerðarinnar

(PDF- 3MB) (PDF - 800KB) (PDF - 500KB)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum