Hoppa yfir valmynd
7. desember 2018 Innviðaráðuneytið

Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir styrki

Frímerki í tilefni Dags frímerksins árið 1994 - mynd Mynd: iStock
Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til sjóðsins. Frímerkja- og póstsögusjóður var stofnaður árið 1986 og gilda um hann reglur nr. 453/2001. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 9. janúar næstkomandi. Úthlutun styrkja úr sjóðnum fer fram 2019.

Tilgangur sjóðsins er að efla og styrkja störf og rannsóknir á sviði frímerkjafræða, póstsögu og hvers konar kynningar- og fræðslustarfsemi til örvunar á frímerkjasöfnun, svo sem með bóka- og blaðaútgáfu. Eins getur sjóðurinn styrkt sýningar og minjasöfn, sem tengjast frímerkjum og póstsögu. Styrki má veita félagasamtökum, einstaklingum og stofnunum.

Lýsa þarf með greinargóðum hætti markmiðum verkefnis sem liggur til grundvallar umsókn, áætlun um framkvæmd og kostnað við verkefnið, tímaáætlun þess, auk annarra upplýsinga sem metnar eru nauðsynlegar. Njóti umsækjandi annarra styrkja eða framlaga vegna verkefnisins skal hann gera grein fyrir slíkum framlögum eða styrkjum. Þær umsóknir sem ekki uppfylla skilyrði auglýsingar verða ekki teknar til greina. 

Umsóknir um styrki skal senda til stjórnar sjóðsins á netfangið [email protected].

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum