Hoppa yfir valmynd
16. desember 2004 Heilbrigðisráðuneytið

SHA setur sér stefnu í lyfjamálum

Sjúkrahúsið á Akranesi (SHA) hefur sett sér stefnu í lyfjamálum og hefur hún verið samþykkt af framkvæmdastjórn sjúkrahússins. Þetta er gert í framhaldi af starfi og niðurstöðum vinnuhóps sem Jón Kristjánsson,heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, skipaði fyrir um tveimur árum. Megin niðurstaða starfshópsins er að nauðsynlegt sé að bæta og styrkja stjórn lyfjamála og lyfjanefndarstarf á heilbrigðisstofnunum til að lyfjanotkun verði markvissari en áður og að þannig megi ná betri tökum á kostnaðarhækkunum, sem af nýjum lyfjum stafar. Til að ná þessum markmiðum voru heilbrigðisstofnanir hvattar til að setja sér stefnu í lyfjamálum í samræmi við starfsemi sína. Meðal þess sem kom fram í niðurstöðum starfshópsins var að lyfjakostnaður var mjög mismunandi eftir stofnunum. Hann var lægstur á SHA og var skýringin talin gott faglegt eftirlit, virkt lyfjanefndarstarf þar sem hagkvæmnisjónamið voru höfð að leiðarljósi við val lyfja á lyfjalista.
pdf-takn Lyfjastefna SHA...



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum