Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

26. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar: 26. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti.
Staður og stund:
Velferðarráðuneytið, 15. apríl 2015. Kl. 14.00–16.00.
Málsnúmer:
VEL12100264.

Mætt: Anna Kolbrún Árnadóttir formaður ( AKÁ), Berglind Eva Ólafsdóttir (BEÓ, Svf), Hafdís Dögg Guðmundsdóttir (HDG, KÍ), Guðný Einarsdóttir (GE, FJR), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB), Jóna Pálsdóttir (JP, MNR), Rósa G. Erlingsdóttir (RGE, VEL), starfsmaður aðgerðahóps, og Eva Margrét Kristinsdóttir (EMK, VEL).

Forföll boðuðu: Ása Sigríður Þórisdóttir (ÁSÞ, BHM), Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ) og Hannes Sigurðsson (HS, SA).

Fundarritarar: Eva Margrét Kristinsdóttir og Rósa G. Erlingsdóttir.

Dagskrá:

1.    Fundargerð 25. fundar lögð fram til samþykktar.

Fundargerð samþykkt.

2.    Nýtt skipunarbréf fyrir aðgerðahóp um launajafnrétti.

Nýtt skipunarbréf aðgerðahóps um launajafnrétti er tilbúið en óska þarf eftir varamönnum frá fáeinum samtökum. Skipunarbréfið verður lagt fyrir næsta fund aðgerðahópsins.

3.    Morgunverðarfundur aðgerðahóps um launajafnrétti 20. maí 2015.

Rætt var um útfærslu morgunverðarfundar þar sem niðurstöður rannsóknarverkefna aðgerðahópsins verða kynntar. Ákveðið var að Iceland Congress haldi utan um skráningu og innheimtu fundargjalda fyrir fundinn. Ráðist verður í kynningu á fundinum um mánaðamótin apríl / maí.

4.    Tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals og námskeið um vottun jafnlaunakerfa.

Í lok apríl hefjast vinnustofur hjá Starfsmennt, fræðslusetri til að styðja við og auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðalsins hjá stofnunum og fyrirtækjum. Á vinnustofunum verður staðallinn kynntur og fjallað um innleiðingu, starfaflokkun, launagreiningu og skjölun. Skráning hefur gengið mjög vel á vinnustofurnar á vorönn og ákveðið hefur verið að bjóða einnig upp á þær á haustönn.  

Námskeið um vottun jafnlaunakerfa, skv. reglugerð nr. 929/2014, um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012, hefst þann 28. apríl og lýkur með prófi þann 5. júní. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands.

5.    Jafnlaunadagur .

Samþykkt var að starfsmaður aðgerðahópsins hefji undirbúning að jafnlaunadegi sem haldinn verði að frumkvæði aðgerðahóps um launajafnrétti haustið 2015.

6.    Önnur mál.

Fleira var ekki rætt.

 Eva Margrét Kristinsdóttir og Rósa Guðrún Erlingsdóttir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum