Hoppa yfir valmynd
21. október 2023 Utanríkisráðuneytið

Ráðherra fundaði með formanni hermálanefnar NATO

Rob Bauer, formaður hermálanefndar NATO, ásamt Bjarna Benediktssyni, utanríkisráðherra. - mynd
Þróun öryggismála, innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, aukinn fælingar- og varnarviðbúnaður Atlantshafsbandalagsins og viðbúnaður á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum voru helstu umræðuefni fundar Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, og Rob Bauer, formanns hermálanefndar bandalagsins, sem fram fór í utanríkisráðuneytinu í dag. 

Bauer, sem er Hollendingur, var áður herráðsforingi (Chief of Defence) í heimalandinu. Hann er nú í þriðju heimsókn sinni til Íslands, en hann hélt erindi á Hringborði norðurslóða (Arctic Circle) ráðstefnunni, sem lýkur í dag. 

Bauer hefur gegnt formannsembættinu í hermálanefnd NATO síðan árið 2021.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum