Hoppa yfir valmynd
23. mars 2018 Forsætisráðuneytið

Starfshópur undirbýr endurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað starfshóp sérfræðinga Stjórnarráðsins og Jafnréttisstofu sem hefur það meginhlutverk að vinna að undirbúningi að endurskoðun laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, og gera úttekt á stjórnsýslu jafnréttismála í alþjóðlegum samanburði.

Starfshópurinn skili félags- og jafnréttismálaráðherra skýrslu um þörf fyrir endurskoðun laganna og úrbætur varðandi stjórnsýslu jafnréttismála. Á grundvelli skýrslunnar mun ráðherra skipa samráðshóps stjórnvalda, samtaka aðila vinnumarkaðarins, samtaka kvennahreyfingarinnar og annarra er hagsmuna hafa að gæta um endurskoðun jafnréttislaga og og mun hann skila drögum að frumvarpi nýrra heildarlaga sem ætlað er að stuðla frekar að jafnrétti kynjanna með aukinni skilvirkni og eflingu úrræða auk tillögu að framtíðarskipan stjórnsýslu jafnréttismála og mun hann skila drögum að frumvarpi nýrra heildarlaga og tillögum um framtíðarskipan stjórnsýslu jafnréttismála til þverpólitískrar nefndar sem lýkur verkefninu.  

Í framkvæmdaáætlun stjórnvalda um jafnréttismál 2016–2019 er kveðið á um að skipaður verði starfshópur sérfræðinga sem stýri úttekt á þróun, framkvæmd og eftirfylgni íslenskrar jafnréttislöggjafar og stjórnsýslu jafnréttismála. Kannað verði hvort markmið núgildandi laga sem og stjórnsýslu jafnréttismála sé í samræmi við alþjóðlega þróun og breytingar í íslensku samfélagi. Fyrstu lög um jafnrétti kvenna og karla voru sett 1976. Núgildandi jafnréttislög nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, tóku gildi 26. febrúar 2008 og hefur þeim verið breytt nokkrum sinnum frá setningu þeirra hvað varðar einstök atriði. Heildarendurskoðun skal nú fara fram enda liðin tæplega 10 ár frá setningu laganna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum