Hoppa yfir valmynd
3. september 2014 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að reglugerð um kröfur um tvöfaldan byrðing til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um að flýta innleiðingu á kröfum um tvöfaldan byrðing eða sambærilegum hönnunarkröfum fyrir olíuflutningaskip með einföldum byrðingi. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 18. september nk. á netfangið [email protected].

Með drögum þessum er lagt til að innleidd verði í íslenskan rétt ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 530/2012 um ofangreint efni. Sú reglugerð kemur í stað eldri reglugerðar nr. 417/2002 en þar sem henni hafði verið breytt nokkrum sinnum í veigamiklum atriðum og þar sem frekari breytingar voru nauðsynlegar var ákveðið að endurútgefa hana sem nýja reglugerð. Eldri gerðin var innleidd hér á landi sem reglugerð nr. 1110/2008, um hönnun olíuflutningaskipa.

Markmið reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins er að styðja við aðgerðir Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) við að draga úr misræmi að því er varðar öryggi milli nýrra og gamalla olíuflutningaskipa en samanburður á aldri tankskipa og tölfræði um slys hefur leitt í ljós aukna tíðni slysa meðal eldri skipa.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira