Hoppa yfir valmynd
9. maí 2007 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Starfshópur um heildarendurskoðun umferðarlaga

Samgönguráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp sem falið verður að annast heildarendurskoðun umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum. Óskað er eftir að hópurinn leggi fyrir ráðherra drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga þann 15. desember.

Helstu markmið með endurskoðun laganna eru meðal annars:

  • Að færa umferðarlög til nútímalegra horfs í samræmi við ítarlega verkefnaáætlun og skoða í því samhengi erlenda löggjöf á sviði umferðarmála.
  • Að endurskilgreina hugtök sem fram koma í núgildandi umferðarlögum.
  • Að endurskoða viðlagaþátt umferðarlaga og skoða möguleika á öðrum viðurlagaúrræðum en nú eru í gildi.
  • Að móta reglur um ökunám og ökukennslu og umferðarfræðslu í skólum.

Leitað verður til nokkurra hagsmunaaðila um tilnefningu í starfshópinn og er gert ráð fyrir að tilnefningum verði lokið fyrir lok maí. Skipunartími hópsins miðast við að hann geti lagt drög að frumvarpi fyrir samgönguráðherra eigi síðan er 15. desember.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira