Hoppa yfir valmynd
19. maí 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Fyrsta skóflustungan tekin að bílastæða- og tæknihúsi Nýs Landspítala

Fyrsta skóflustungan tekin að bílastæða og tæknihúsi nýs Landspítala - mynd

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýju 19.000 fermetra bílastæða- og tæknihúsi Nýs Landspítala við Hingbraut. Í húsinu verða 500 bílastæði og 200 hjólastæði. Nýlokið er jarðvinnu vegna uppbyggingar rannsóknahúss og vinna við að steypa upp meðferðarkjarna nýja spítalans er í fullum gangi.

Ásamt ráðherra tóku skóflustungu að húsinu Pétur Guðmundsson stjórnarformaður Eyktar og Rannveig Rúnarsdóttir og Þóranna Elín Dietz, fulltrúar starfsfólks. Samið hefur verið við Eykt ehf. um hönnun og verkframkvæmd hússins í kjölfar útboðs en fyrirtækið vinnur einnig að uppsteypu meðferðarkjarnans.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum