Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2013 Utanríkisráðuneytið

Ferðaviðvörun til Egyptalands

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Egyptalands vegna ótryggs ástands þar í landi. Ráðuneytið fylgist með þróun mála og ráðleggur fólki eindregið að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja t.d. norrænu ríkjanna, sem eru með sendiráð í landinu. 

Þeir sem staddir eru í Egyptalandi eða þurfa að ferðast þangað í náinni framtíð eru beðnir um að skrá sig hjá Borgaraþjónustu ráðuneytisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira