Hoppa yfir valmynd
24. október 2008 Heilbrigðisráðuneytið

ESB styrkir á heilbrigðissviði

Evrópusambandið úthlutar á næsta ári styrkjum vegna verkefna á heilbrigðissviði sem nema um 34 milljónum evra.

Framkvæmdastjórn ESB tilkynnti 20. október sl. um fyrstu úthlutun styrkja til verkefna innan ramma nýrrar heilbrigðisáætlunar sambandsins fyrir tímabilið 2008-2013. Eiginleg verkefni eru fjörutíu og tvö, en ellefu ráðstefnur eru einnig á listanum. Verkefnin spanna svið eins og heilbrigðisöryggi, heilsueflingu og upplýsingar varðandi heilsufar.

Viðfangsefnin eru allt frá líffæraflutningum og hollu mataræði til upplýsinga um erfðamengi og beitingu háþróaðrar tækni á ýmsum sviðum. Þau eiga það helst sameiginlegt að þau eru álitin virðisauki við það sem gert hefur verið í einstökum aðildarríkjum ESB. Að þessu sinni var alls varið 33,7 milljónum evra til fyrrgreindra verkefna.

EFTA-ríkin eru fullgildir aðilar að heilbrigðisáætlun ESB og hafa ýmsir aðilar á Íslandi verið þátttakendur í margvíslegum verkefnum á heilbrigðissviði sem ESB hefur stutt á undanförnum árum. Engum vafa er þó undirorpið að mögulegt er að auka hlutdeild Íslendinga í þessum verkefnum á komandi árum.

Sjá nánar:

http://ec.europa.eu/health/ph_programme/howtoapply/call_for_propal_en.htm



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum