Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Matthías Halldórsson landlæknir

Matthías Halldórsson hefur verið settur landlæknir frá 1. nóv. 2008 til 1. febrúar 2009. Kristján Oddsson verður aðstoðarlandlæknir sama tímabil. Matthías Halldórsson hefur verið aðstoðarlandlæknir síðastliðin átján ár, en tekur nú við embætti landlæknis tímabundið. Hann hefur áður gegnt starfi landlæknis um eins árs skeið, 2006 –2007, í fjarveru Sigurðar Guðmundssonar. Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá embættinu, gegnir starfi aðstoðarlandlæknis tímabundið. Þessi skipan verður höfð á unz embætti landlæknis verður auglýst laust til umsóknar. Sigurður Guðmundsson lét af starfi sem landlæknir eftir tíu ár í embætti þann 1. nóvember sl. Sigurður er nú forseti nýstofnaðs heilbrigðisvísindasviðs í Háskóla Íslands.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum