Hoppa yfir valmynd
4. desember 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

12. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar:

12. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Staður og stund: Velferðarráðueytið 04. desember kl. 14.30 -16.00
Málsnúmer:
VEL12100264

Mætt: Benedikt Valsson (BV,Samband íslenskra sveitarfélaga ), Pétur Reimarsson (PR,  SA), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB), Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ), Sverrir Jónsson (SJ, FJRAnna Kolbrún Árnadóttir, formaður aðgerðahóps (APÁ) og Rósa G. Erlingsdóttir (RGE) starfsmaður aðgerðahópsins.

Gestir á fundinum: Arnfríður Aðalsteinsdóttir (AA, Jafnréttisstofa), Halldóra Friðjónsdóttir (HF, FJR) Helgi Tómasson (Háskóli Íslands)

Forföll boðuðu: Oddur S. Jakobsson (OSJ, KÍ), Georg Brynjarsson (GB, BHM)

Fundarritari:  Rósa G. Erlingsdóttir

Dagskrá:

1.            Fundargerð 11. fundar lögð fram til samþykktar

Samþykkt að fresta þessum lið til næsta fundar.

2.            Helgi Tómasson, prófessor í tölfræði og hagrannsóknum við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Helgi var gestur fundarins og kynnti hann greinina Tölfræðigildrur og launamunur kynja. Hann lagði m.a áherslu á mikilvægi þess að skoða þyrfti allar breytur sem hugsanlega geta haft áhrif á launamun og launamyndum. Annað myndi skekkja útkomu rannsókna. Töluverð umræða var um kynningu Helga og ljóst að skiptar skoðanir eru um val á skýribreytum fyrir framkvæmd launarannsókna.

3.            Skýrsla nefndar um val á skýribreytum fyrir launarannsókn

Halldóra Friðjónsdóttir, sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti og formaður nefndarinnar gerði grein fyrir niðurstöðum nefndar um val á skýribreytum og kynnti lokaskýrslu hennar. Skýrslan var send nefndarmönnum fyrir fundinn og er þeim gefinn kostur á að senda Halldóru athugasemdir.

4.            Verkáætlun: Gerð framkvæmdaáætlunnar um uppbrot hins kynskipta vinnumarkaðar.

Lögð voru fram ný drög verkáætlunar. Var hún endurskoðuð vegna verkefna sem tilgreind eru í erindisbréfi aðgerðahópsins. Er gerð tillaga um að haldin verði tvö málþing eða tveir morgunverðarfundir á vormánuðum 2014 í samstarfi við menntastofnanir og fagfélög um karla og kennslu- og umönnunarstörf annars vegar og konur og verk- og tæknigreinar hins vegar. Undir þessum lið kynnti Arnfríður Aðalsteinsdóttir sérfræðingur á Jafnréttisstofu einnig aðgerðaáæltun Jafnréttisstofu og velferðarráðuneytisins um sama efni. Umræðum verður framhaldið á næsta fundi.

5.            Önnur mál

Áfanga- og vinnuskýrsla aðgerðahóps um launajafnrétti fyrir 2013 er í vinnslu og verður umfjöllun um niðurstöður nefndar um val á skýribreytum bætt við skýrsluna og hún síðan send til nefndarmanna.

Fleira var ekki rætt.

Næsti fundur ákveðinn 8. janúar kl. 14.30-16.00

Rósa G.Erlingsdóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum