Hoppa yfir valmynd
17. september 2021 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Móttaka til heiðurs keppendum í Tókýó

Ólympíufarar Íslands ásamt ráðherrum. - mynd
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra héldu á dögunum móttöku til heiðurs íslensku keppendunum sem tóku þátt á Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra sem fram fóru í Tókýó í sumar. Alls voru tíu íslenskir keppendur á leikunum, en tvö þeirra áttu ekki heimangengt.

Ráðherrarnir óskuðu keppendum til hamingju með að ná að tryggja sér þátttökurétt, nokkuð sem verður sífellt erfiðara, auk árangurs í keppninni. Minntu þeir á mikilvægi þess að eiga góðar fyrirmyndir og að allir eigi þess kost að stunda íþróttir.

„Það er nú, sem aldrei fyrr, mikilvægt að eiga sterkar fyrirmyndir sem gefa gott fordæmi með orðum sínum og framgöngu. Ég hlakka til að fá að fylgjast áfram með ykkur og ykkar afrekum,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum