Hoppa yfir valmynd
5. júní 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Samræmdur skipunartími forstöðumanna höfuðsafna og árlegir samráðsfundir

Samræmdur skipunartími forstöðumanna höfuðsafna og árlegir samráðsfundir - myndStjórnarráð Íslands

Frumvarp til laga um breytingu á safnalögum, lögum um Þjóðminjasafn Íslands og lögum um Náttúruminjasafn Íslands var samþykkt á Alþingi rétt í þessu.

Helsta breyting á safnalögunum er að forstöðumenn Þjóðminjasafns Íslands og Náttúruminjasafns Íslands geta hér eftir verið skipaðir í embætti tvisvar og því mest gegnt embætti í 10 ár. Í myndlistarlögum, nr. 64/2012, kemur nú fram að aðeins má endurnýja skipun forstöðumanns Listasafns Íslands einu sinni, þá til næstu fimm ára. Þá er þessi breyting í samræmi við skipunartíma hjá t.d. forstöðumanni Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og þjóðleikhússtjóra.

Þá er kveðið á um að safnaráð sem hefur eftirlit með safnastarfi í landinu boði a.m.k. árlega til samráðsfundar með ráðherra og fulltrúum höfuðsafna og þeirra fagfélaga sem koma að starfi safnanna.

Frumvarp menningar- og viðskiptaráðherra var lagt fram í samráði við safnafólk eftir fundi haustið 2022. Fundina sátu, auk starfsliðs ráðuneytisins, fulltrúar Félags fornleifafræðinga, Félags íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS), Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Íslandsdeildar Alþjóðaráðs safna (ICOM, International Council of Museums) og Sagnfræðingafélags Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum