Hoppa yfir valmynd
5. janúar 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Heimsókn heilbrigðisráðherra á Landspítala

Jáeindaskanni - Landspítali/ÞÞ - myndLandspítali/ÞÞ

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti sér ýmsa þætti í starfsemi Landspítalans þegar hún heimsótti sjúkrahúsið í gær, auk þess sem hún átti fund með framkvæmdastjórn sjúkrahússins.

„Það er ómetanlegt að fá tækifæri til að heimsækja Landspítalann og kynnast betur þeirri góðu starfsemi sem þar fer fram. Landspítalinn er hjartað í heilbrigðiskerfinu okkar og sinnir okkar veikasta fólki. Spítalann, og raunar allar heilbrigðisstofnanir landsins, þarf því að styðja eins og kostur er, og það er forgangsverkefni mitt í heilbrigðisráðuneytinu“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Í heimsókninni kynntu forsvarsmenn sjúkrahússins m.a. fyrir ráðherra ýmsa starfsemi sem lýtur að stoðþjónustu spítalans, s.s. starfsemi dauðhreinsunar og þvottahúss, eldhússins við Hringbraut, rannsóknarstofuna, hermisetrið og jáeindaskannann. Einnig var henni kynnt starfsemi meðferðardeildarinnar Laugaáss. Í hádeginu átti Svandís fund með framkvæmdastjórn Landspítalans sem hún sagði afar verðmætan í ljósi þeirrar viðamiklu þekkingar á íslenska heilbrigðiskerfinu sem framkvæmdastjórnin býr yfir.

Ráðherra hefur að undanförnu átt fundi með fulltrúum ýmissa stofnana sem heyra undir embætti hennar og mun halda áfram að kynna sér starfsemi helstu stofnana heilbrigðiskerfisins á næstu dögum og vikum.

  • Heimsókn ráðherra á Landspítala - Landspítali/ÞÞ
  • Heilbrigðisráðherra, ráðuneytisstjóri og forstjóri Landspítala - Landspítali/ÞÞ

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira