Hoppa yfir valmynd
1. september 2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Starfshópur skipaður um starfsumhverfi gagnavera

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipaði í dag, í samráði við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, starfshóp til að greina og meta starfsumhverfi gagnavera. Nánar tiltekið er hlutverk starfshópsins að leggja mat á eftirfarandi atriði: 

  • vöxt og viðgang gagnaversiðnaðar á Íslandi fram til þessa, þ.m.t. aðgerðir stjórnvalda í þágu greinarinnar
  • samkeppnishæfni Íslands samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum sem gagnaversiðnaðurinn horfir til við staðarval, uppbyggingu og rekstur gagnavera
  • aðgerðir nágrannaþjóða, svo sem Norðurlanda og Írlands, til stuðnings við gagnaversiðnað þeirra sem og árangur af þeim aðgerðum
  • stöðu fjarskiptatenginga til landsins og þörf fyrir fjölgun þeirra til skemmri og lengri tíma, möguleg áhrif á íslenskan fjarskiptamarkað og gagnaversiðnað sérstaklega
  • aðrar mögulegar úrbætur á starfsumhverfi greinarinnar
  • sviðsmyndir sem lýsa mögulegri stöðu gagnaversiðnaðar og hagrænum áhrifum hans á íslenskt samfélag til framtíðar, þ.m.t. byggðaþróun
  • fýsileika þess að gagnaversiðnaður og tengd starfsemi á Íslandi móti framtíð sína á grundvelli aðferðafræði formgerðs klasasamstarfs

Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn hafi samráð við helstu hagaðila.

Miðað er við að starfshópurinn skili tillögum sínum fyrir 1. febrúar 2018.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira