Hoppa yfir valmynd
28. október 2016 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Endurnýjun samnings um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningamál á Akureyri

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, endurnýjuðu í vikunni samstarfssamning ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál. Samstarf hefur verið á þessu sviði frá árinu 1997.

Meginmarkmið með samningnum eru að efla hlutverk Akureyrar í lista- og menningarlífi á Íslandi. Með stuðningi við meginstofnanir á sviði leiklistar, myndlistar og tónlistar vilja samningsaðilar stuðla að því að Akureyri verði þungamiðja öflugs menningarstarfs utan höfuðborgarsvæðisins, með möguleikum til aukinnar atvinnumennsku á sviði lista.

Framlag ráðuneytisins til samningsins er 168 m.kr. í fjárlögum 2016 og er gert ráð fyrir að framlagið verði 172,2 m.kr. árið 2017. Framlög Akureyrarbæjar nema í heildina ekki lægri fjárhæð en framlag ríkissjóðs á hverjum tíma.

Á myndinni má sjá mennta- og menningarmálaráðherra og Eirík Björn Björgvinsson bæjarstjóra Akureyrar við þetta tilefni.

Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum