Hoppa yfir valmynd
6. janúar 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Þakkað fyrir vel unnin störf

Hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi sem fluttu slasaða Svía heim af hamfarasvæðinu í Tælandi til Svíþjóðar komu til landsins síðdegis í gær. Sex læknar og tólf hjúkrunarfræðingar voru í hópnum, en að undirbúningi og skipulagi ferðarinnar komu fjölmargir starfsmenn LSH. Þóttu þeir sýna mikla fagmennsku og inna af hendi fórnfúst starf og Svíar hafa borið lof á allt skipulag og vinnu Íslendinga í sjúkrafluginu. Við komuna til landsins tóku Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Jóhannes M. Gunnarsson, forstjóri LSH, Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri, og Vilhelmínu Haraldsdóttur, lækningaforstjóra, á móti hópnum og færðu honum þakkir spítalans og ráðuneytisins fyrir vel unnin störf.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum