Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Samkomulag heilbrigðisráðherra og SÁÁ um meðferð ópíumfíkla

Samkomulag tókst í dag milli heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og SÁÁ um greiðslur vegna lyfjakostnaðar við meðferð ópíumfíkla sem SÁÁ sinnir. Samkvæmt samkomulaginu greiðir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið SÁÁ 20 milljónir á tveimur árum (2004 og 2005) en það er talinn vera kostnaðurinn við lyfjameðferð um 30 ópíumfíkla á ári. Samkomulagið er viðauki við þjónustusamning milli heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og SÁÁ frá 29. október 2002 sem í gildi er. Hafa viðræður um þjónustusamninginn og meðferð ópíumfíkla staðið um nokkurra vikna skeið. Með samkomulaginu gerir ráðuneytið ráð fyrir að ekki verði dregið úr þjónustu við ópíumfíkla sem veitt hefur verið af hálfu SÁÁ á Vogi undanfarin misseri.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum