Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2016

Fundargerð velferðarvaktarinnar 15. nóvember 2016

Fundargerð 16. fundar Velferðarvaktarinnar
haldinn 15. nóvember 2016 í velferðarráðuneytinu kl. 9.00-11.00.

Mætt: Siv Friðleifsdóttir, formaður, Angelique Kelley frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna, Vildís Bergþórsdóttir frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Salbjörg Bjarnadóttir frá Embætti landlæknis, Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheillum, Gyða Hjartardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sunna Diðriksdóttir frá innanríkisráðuneyti, Eðvald Stefánsson frá Umboðsmanni barna, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Bergþór Böðvarsson frá Geðhjálp, Jenný Ingudóttir frá Heimili og skóla, Vilborg Oddsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar, Ellý A. Þorsteinsdóttir frá Reykjavíkurborg, Ásta S. Helgadóttir frá Umboðsmanni skuldara, Nína Helgadóttir frá RKÍ, Viðar Helgason frá fjármálaráðuneytinu, Guðni Olgeirsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Þórður Hjaltested frá Kennarasambandi Íslands, Garðar Hilmarsson frá BSRB, Sigurrós Kristinsdóttir frá ASÍ, Haukur Ingibergsson frá Landssambandi eldri borgara og Lovísa Lilliendahl frá velferðarráðuneyti.

Dagskrá:

1. Norrænir velferðarvísar
Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, kynnti tillögu Norrænu velferðarvaktarinnar um 30 norræna velferðarvísa. Sigríður fór yfir vísana og sagði frá því hvers vegna þeir voru valdir og hvernig megi nota þá. Slóð á skýrslu um vísana: https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/velferdarvakt09/novi-project-final-report.pdf

2. Morgunverðarfundur um mataraðstoð
Rætt um niðurstöður umræðna á morgunverðarfundi um mataraðstoð á Íslandi sem haldinn var á Grand hóteli 21.október sl. Mikil ánægja var með fundinn og kom m.a. fram að vilji væri til þess að svona fundur yrði haldinn með reglulegu millibili. Rætt var um möguleg verkefni í framhaldi af fundinum s.s. hvort félagasamtök sem veita mataraðstoð gætu leitað leiða til þess að stytta biðraðirnar sem myndast við úthlutun og hugmyndina , sem fram kom á morgunverðarfundinum,  „félagsráðgjafa á fæti“. Sárafátæktarhópur mun skoða nánar.

3. Stöðuskýrsla Velferðarvaktarinnar 2014-2016
Formaður fór yfir drög að nýrri stöðuskýrslu en áætlað er að hún verði tilbúin á næstunni og afhent ráðherra.

4. Önnur mál.

Ekki meira rætt og fundi slitið/LL. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum