Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2021 Utanríkisráðuneytið

Mörg flugfélög í samstarf við UNICEF um dreifingu bóluefna

Ljósmynd: UNICEF - mynd

Á annan tug alþjóðlegra flugfélaga hafa tekið höndum saman með UNICEF um dreifingu bóluefna gegn COVID-19 til lágtekjuríkja. Þetta frumkvæði að mannúðarflugi - UNICEF Humanitarian Airfreight Initiative – var kynnt í Kaupmannahöfn í gær og byggir á dreifingaráætlun COVAX sem er samstarf ríkja um að tryggja öllum þjóðum aðgang að bóluefni við COVID-19. Ísland tekur eins og kunnugt er þátt í fjármögnun COVAX.

„Dreifing lífsbjargandi bóluefna er bæði stórkostlegt og flókið verkefni,“ segir Etleva Kadilli framkvæmdastjóri birgðasviðs UNICEF og nefnir meðal annars gífurlegt magn lyfjanna sem þarf að flytja, nákvæma vöktun hitastigs og fjölbreytni dreifingarleiða.

Flugfélögin sem taka þátt í verkefninu, þeirra á meðal Cargolux, AirFrance/KLM, Ethiopian Airlines, Qatar Airlines og Singapore Airlines, fljúga til yfir eitt hundrað landa. Samkvæmt áætlun COVAX fá 145 lágtekjuríki bóluefni til að bólusetja um þrjú prósent íbúa á fyrri hluta þessa árs.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

 Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna - Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira