Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2004 Utanríkisráðuneytið

Hvað um Afríku?

Þróunarsamvinnustofnun Íslands
Þróunarsamvinnustofnun Íslands

Miðvikudagurinn 5. maí 2004:

Hvert stefnir í Simbabve og Namibíu?
Í ríkjum í sunnanverðri Afríku, svo sem Simbabve (1980) og Namibíu (1990), tóku frelsishreyfingar við völdum eftir langvinna og blóðuga frelsisbaráttu gegn nýlenduveldunum og síðar hvítum minnihlutastjórn-um. Í báðum tilfellum áttu valdaskiptin sér stað í kjölfar friðarsamninga og frjálsra kosninga. Þróunin í Simbabve undanfarin ár hefur verið ógnvænleg og stjórn Mugabes forseta og frelsishreyfing hans (ZANU/PF) nýtur ekki lengur stuðnings meirihluta þjóðarinnar. Þróunin í Namibíu hefur hins vegar verið friðsamlegri og frelsishreyfingin SWAPO nýtur þar enn mikils stuðnings. Þrátt fyrir stöðugleika og tiltölulega velsæld í Namibíu hafa ýmis óveðursský hrannast upp og margt bendir til að nokkrir erfiðleikar séu framundan þar í landi.

Frummælendur eru Amin Kamete, verkefnisstjóri við Norrænu Afríkustofnunina og fyrrverandi kennari við Simbabveháskóla, og Henning Melber, rannsóknastjóri við Norrænu Afríkustofnunina, félagi í SWAPO og fyrrverandi yfirmaður ÞjóðEfnahagsstofnunar Namibíu. Þeir fjalla í erindum sínum um stjórnmálaþróunina í þessum tveimur ríkjum, ræða um lýðræði, mannréttindi, og eignaupptöku lands hvítra bænda. Fundarstjóri er Magnfríður Júlíusdóttir, lektor við HÍ.

Staður og stund: Hótel Lind Rauðarárstíg 18, miðvikudaginn 5. maí kl. 17.15-19.00. Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir.

Fimmtudagurinn 6. maí 2004:

Ímynd Afríku í skólabókum
Námsbækur endurspegla margs konar menningarbundnar hugmyndir um félagslega þætti, svo sem kyn, kynþætti og sögu. Rannsóknir á námsbókum geta þannig nálgast fordóma og staðalmyndir í samfélaginu almennt. Málstofan ,,Ímyndir Afríku í námsbókum“ kynnir tvær rannsóknir á námsbókum. Mai Palmberg, stjórnmálafræðingur við Norrænu Afríkustofnunina, fjallar um rannsókn sína á ímyndum Afríku í sænskum námsbókum og Kristín Loftsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, segir frá rannsókn sinni á ímyndum Afríku í íslenskum námsbókum. Að fyrirlestrum loknum verður tími fyrir spurningar og umræður um þetta efni.

Staður og stund: Háskóli Íslands Oddi 101, fimmtudaginn 6. maí kl. 17.15-19.00. Málstofan fer fram á ensku. Allir velkomnir.

Föstudagurinn 7. maí 2004:

Hvernig náum við árangri? - Málþing um nýjar leiðir í þróunaraðstoð

Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa löngum verið leiðandi í þróunarsamvinnu í heiminum. Þær eru meðal þeirra þjóða heims sem leggja mestan skerf til þróunarmála, miðað við þjóðarframleiðslu, og hafa um árabil stundað rannsóknir í þróunarfræðum með góðum árangri. Á málþinginu verður leitast við að varpa ljósi á nýjustu hugmyndir manna um það hvernig þróunarsamvinnu sé best háttað og hvert stefni á því sviði um þessar mundir.

Heiðursgestur málþingsins og frummælandi er Carlos Lopes, svæðisstjóri Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu. Í erindi sínu fjallar Lopes um nýjar aðferðir í alþjóðlegri þróunaraðstoð sem kveða á um aukið eignarhald og þátttöku þróunarríkja í greiningu, stefnumótun og framkvæmd þróunaraðstoðar.
Að erindi hans loknu taka við pallborðsumræður með þátttöku Nönnu Hvidt frá danska utanríkisráðuneytinu, Lennart Wohlgemuth frá Norrænu Afríkustofnuninni, Amin Kamete frá Norrænu Afríku-stofnuninni og Jónínu Einarsdóttur, lektors í mannfræði þróunar við Háskóla Íslands. Umræðum stjórnar Friðrik Rafnsson, HÍ.

Staður og stund: Háskóli Íslands Oddi 101, föstudaginn 7. maí í kl. 14.00-1600. Málþingið fer fram á ensku. Allir velkomnir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum