Hoppa yfir valmynd
25. maí 2018 Utanríkisráðuneytið

Rauði krossinn á Íslandi veitir stuðning til flóttamanna á Lesbos

Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að veita rúmum átta milljónum króna til hjálparstarfs í þágu flóttamanna á eynni Lesbos í Grikklandi. Kemur stuðningurinn til viðbótar við áður veittan stuðning við hjálpartarf á Grikklandi árin 2015 til 2017 sem var tilkominn vegna aukins fjölda flóttafólks þar í landi og þá með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins.

Á undanförnum mánuðum hefur fjöldi flóttafólks og farenda sem koma til Grikklands frá Tyrklandi fjölgað nokkuð miðað við árið 2017 og hafa þarlend stjórnvöld átt erfitt með að skrá alla þá sem óska alþjóðlegrar verndar sem og að veita lágmarksþjónustu til þeirra. Margir þeirra sem leita skjóls í Grikklandi eru meðal annars í þörf fyrir læknisaðstoð og sálfélagslegan stuðning eftir ástands í heimalandi og eftir erfiðan flótta. 

Að sögn Sveins Kristinssonar formanns  Rauða krossins á Íslandi mun framlag Rauða krossins fyrst og fremst að tryggja sálfélagslegan stuðning til flóttamanna í og við Moria búðirnar í samvinnu og samstarfi við gríska og danska Rauða kross félögin en verkefnið hefur verið í gangi frá því haustið 2015. Framlagið nýtist þó einnig til að styrkja annað starf Rauða kross deildarinnar á Lesbos og verkefni deildarinnar í þágu þeirra sem höllum fæti standa og gera sjálfboðaliðum deildarinnar betur kleyft að takast á við óvænta atburði og hamfarir.

Sveinn segir að aukinn fjöldi flóttafólks og farenda í Grikklandi veki upp áhyggjur hjá Rauða krossinum og minnir á að allt flóttafólk og farendur eigi í senn rétt á mannúðlegri meðferð sem og nauðsynlegri mannúðaraðstoð. “Enda þótt áhersla Rauða krossins á Íslandi í alþjóðlegu hjálparstarfi hafi verið að styðja við bakið á flóttafólki sem þarf að yfirgefa heimili sín vegna átaka og ofsókna er meginstefið í öllu okkar starfi að styðja áfram samfélög til sjálfshjálpar svo að fólk geti áfram búið í sínu heimalandi en það er einmitt það sem fólk almennt vill,” segir Sveinn. “Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að styðja við fátæk ríki og brothætt til að tryggja að fólk þurfi ekki að leggja upp í lífshættulegan flótta. Líkt og við gerum á Íslandi þá viljum við með okkar framlagi byggja betra samfélag, bæði hér á Íslandi þar sem meginþunginn af okkar starfi fer fram, en líka með því að leggja okkar af mörkum til að tryggja friðsælli og öruggari heim sem um leið stuðla að því að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun náist.”

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira