Hoppa yfir valmynd
3. desember 2021

Fyrsti menningarviðburður sendiráðsins síðan COVID-19 hófst

Guðni Bragason sendiherra opnar kvikmyndahátíðina - mynd

Í nóvember stóð sendiráð Íslands í Nýju-Delí, ásamt indverskum samstarfsaðilum, fyrir sínum fyrsta menningarviðburði síðan COVID-19 ástandið hófst. Guðni Bragason sendiherra opnaði íslenska kvikmyndahátíð í Tagore-kvikmyndamiðstöðinni í Chennai (Madras), helstu borg suðvestur Indlands, 26. nóvember síðastliðinn. Sýndar voru kvikmyndirnar Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson, Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason og Héraðið eftir Grím Hákonarson. Í ávarpi sínu áréttaði sendiherra mikilvægi menningarmála í starfi utanríkisþjónustunnar og að íslenska kvikmyndahátíðin væri fyrsti menningarviðburðurinn sem sendiráðið stæði fyrir síðan COVID-19 ástandið hófst. Deepika Sachdev menningarfulltrúi fjallaði um myndirnar og langvarandi samstarf sendiráðins og hátíðarinnar í Chennai, en hátíðin var haldin í samstarfi við stofnunina Indo Cine Appreciation Foundation og forsvarsmann hennar, E. Tangaraj.  Sagt var frá opnuninni í einu helsta blaðið landsins, The Hindu

Viðstödd voru einnig Shylaja Chetlur, þekkt indversk leikkona, sem sagði frá reynslu af kvikmyndatökum í íslensku landslagi, Kumar Sitaraman, aðalræðismaður Íslands í Chennai og Katraggada Prasad, forseti kvikmyndaráðs Suður-Indlands, sem hvatti til meira samstarfs á sviði kvikmynda milli Íslands og Indlands.

  • Frá opnun hátíðarinnar - mynd
  • Umfjöllun The Hindu um íslensku kvikmyndahátíðina í Chennai - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum